Dóttir Houston ekki í lífshættu

Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni heitinni, Whitney Houston.
Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni heitinni, Whitney Houston. mbl.is/Cover Media

Frændi Bobbi Kristinu Brown, sem fannst meðvitundarlaus í baðkari í gær, segir hana hafa það gott og vera umkringda fjölskyldu sinni. Þessu greinir Sky News frá.

Brown er dóttir söngkonunnar Whitney Houston sem drukknaði í baðkari árið 2012 vegna kókaínnotkunar. Eiginmaður Brown fann hana rænulausa í baðkari á laugardagsmorgun og hóf hann þegar endurlífgunartilraunir ásamt vini parsins áður en sjúkraflutningamenn tóku við og færðu Brown á sjúkrahús.

„Hún hefur það ágætt núna, hún er með fjölskyldunni,“ segir frændi hennar, Jerod Brown, við Sky news. „Það sem ég vil gera er að þakka fyrir allar þær bænir og þann stuðning sem aðdáendur hafa sýnt Bobbi Kristinu. Við biðjum aðeins fyrir skjótum bata.“

Brown tjáði sig ekki um orðróm þess efnis að læknar héldu Bobbi Kristinu sofandi með lyfjum en sagðist þess fullviss að hún myndi útskrifast af sjúkrahúsinu fljótlega. Sagði hann frænku sína enn vera að ganga í gegnum sorgarferli vegna dauða móður sinnar enda væri stutt síðan Houston féll frá en að öðru leyti hefði hún það fínt.

Brown er eini erfingi Houston en mun þó ekki njóta góðs af arfinum í heild sinni fyrr en hún er þrítug.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler