Geraldine McEwan látin

Geraldine McEwan, sem þekktust er fyrir að leika aldraða einkaspæjarann Miss Marple úr smiðju Agöthu Christie, lést í gær, 82 ára að aldri.

McEwan lék Jane Marple í sjónvarpsþáttum á ITV frá 2004 til 2009 en átti þá þegar áratugalangan feril að baki, bæði í sjónvarpi, kvikmyndum og leikhúsi. Árið 1983 vann hún verðlaun Evening Standard fyrir bestan leik aðalleikkonu í The Rivals. Árið 1991 vann hún svo Bafta-verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Oranges Are Not the Only Fruit. Fjórum árum síðar vann hún aftur verðlaun Evening Standard fyrir leik sinn í The Way of the World.

Í yfirlýsingu frá börnum McEwan segir að hún hafi fengið heilablóðfall í október síðastliðnum og að hún hafi kvatt þennan heim í gær með friðsamlegum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant