Natalie Portman veitti Heru viðurkenningu

Frá hátíðinni í kvöld. Hera er fimmta frá hægri. Bandaríska …
Frá hátíðinni í kvöld. Hera er fimmta frá hægri. Bandaríska leikkonan Natalie Portman er þriðja frá vinstri. Ljósmynd/Getty Images for European Shootings Stars

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir var ásamt öðrum rísandi stjörnum veitt viðurkenning í kvöld á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Bandaríska leikkonan Natalie Portman kynnti stjörnurnar til leiks og sá um verðlaunaafhendinguna.

Samtökin European Film Promotion (EFP) velja á ári hverju tíu unga og efnilega leikara og leikkonur frá aðildarlöndum samtakanna í hóp rísandi stjarna, Shooting Stars. Meðal þekktra leikara sem valdir hafa verið í Shooting Stars eru Daniel Craig og Carey Mulligan.

Greint var frá því í desember að Hera væri á meðal rísandi stjarna í Evrópu. Hún hefur m.a. leikið í kvikmyndunum Vonarstræti og Anna Karenina og sjónvarpsþáttunum Da Vinci's Demons.

Aðrir leikarar sem hlutu viðurkenningu í kvöld eru Maisie Williams frá Bretlandi, Natalia de Molina frá Spáni, Sven Schelker frá Sviss, Aistė Diržiūtė frá Litháen, Emmi Parviainen frá Finnlandi, Joachim Fjelstrup frá Danmörku, Moe Dunford frá Írlandi, Jannis Niewöhner frá Þýskalandi og Abbey Hoes frá Hollandi. 

Hera fór til Berlínar á föstudag. „Við þurfum að mæta í fjölmörg boð, viðtöl og myndatökur. Svo er verðlaunahátíðin sjálf á mánudag og þar fáum við viðurkenningu afhenta. Viðurkenningin er hugsuð til þess að við getum kynnst fólki í geiranum og það okkur og verkum okkar. Í raun er hátíðin ein stór kynningarhátíð,“ sagði Hera í samtali við Morgunblaðið á laugardaginn.

Athöfnin fór fram við Berlinale Palast í kvöld, en þar gengu leikararnir eftir rauða dreglinum. Þar var Dieter Kosslick, stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar staddur, ásamt menningarmálaráðherra Þýskalands, Moniku Grütters.

Hátíðin hófst sl. fimmtudag og stendur hún yfir í viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant