Ótrúleg hótelumsögn

Víða á veraldarvefnum er hægt að gefa vörum og þjónustu einkunn. Það er til að mynda hægt að gera á Google+ Westgrove hótelsins í Írlandi og hefur tiltekin umsögn um hótelið vakið mikla athygli.

Umsögnin sem um ræðir er hreint ekki frá gesti hótelsins heldur eiginmanni konu sem fór á hótelið með yfirmanni sínum. Sökum skilvirkrar þjónustu hótelsins fékk maðurinn að vita allt það sem yfirmaðurinn og eiginkonan höfðu dundað sér við á meðan á dvöl þeirra stóð. 

Maðurinn gefur hótelinu fimm stjörnur og er umsögnin eftirfarandi:

„Eiginkonan og yfirmaður hennar nutu herbergisins svo mikið að hún var í rúminu með honum næstum alveg fram að brottför. Þau voru vel hvíld eftir að hafa drukkið á barnum og stundað kynlíf í indæla baðkarinu áður en þau héldu áfram í íburðarmiklu hjónarúminu. Veit ekki hvort þetta var peninganna virði þar sem þetta var rukkað á mitt kreditkort og endurgreitt af fyrirtækinu þeirra þar sem bæði nöfn voru tekin niður á reikninginn við brottför. Allt í allt mjög góður staður en þeir sem stunda framhjáhald ættu að vita að dvöl þeirra er skráð í miklum smáatriðum og haldið til haga í meira en ár. Þeir sjá líka fyrir afritum af bókunum og reikningum fyrir alla dvölina þar á meðal kvittunum fyrir barinn og leigðar kvikmyndir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler