Þaggað niður í Kanye

Kanye West
Kanye West

Uppskeruhátíðir skemmtanaiðnaðarins halda áfram og í gærkvöldi var komið að Brit-verðlaunum þar sem það besta úr breskri popptónlist á árinu er hafið upp til skýjanna og verðlaunað.

Af því tilefni var bandaríski rapparinn Kanye West fenginn til að halda uppi fjörinu sem hann gerði með því að frumflytja nýtt lag. Lagið heitir „All Day“ og þykir um margt í takt við síðustu plötu rapparans, Yeezus. 

Lagið hefur vakið mikla athygli og hlotið nokkurt lof en ekki er öllum jafn skemmt því í sjónvarpsútsendingu hátíðarinnar brugðu stjórnendur á það ráð að slökkva einfaldlega á hljóðinu á meðan að Kanye lét „dónalegustu“ kaflanna dynja en þeir innihéldu mikla notkun á „n-orðinu“ svokallaða sem alls ekki má segja í bresku sjónvarpi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson