Átta ára stúlka tilbeðin af krákum

EPA

Lítil stúlka í Seattle er svo gott sem tilbeðin af krákum. Hún og móðir hennar gefa fuglunum reglulega í garðinum sínum og í staðinn færa krákurnar þeim gjafir.

Gabi Mann hefur fengið allt frá skrúfum og legókubbum upp í hálsmen og linsulok og heldur hún öllum gjöfunum til haga að því er fram kemur í viðtali við mægðurnar á BBC.

Í fyrstu gaf Gabi krákunum óvart að borða þegar hún missti frá sér mat á leið útúr bíl fjögurra ára gömul. Fljótlega fór hún hinsvegar að deila með þeim nestinu sínu og loks fóru mæðgurnar að gefa þeim daglega. Í kjölfarið fóru gjafirnar að birtast en meðal þess sem Gabi hefur fengið er málmstykki með orðinu „Best“ á því. „Ég veit ekki hvort þau eigi ennþá hlutann þar sem stendur „Friend“,“ segir Gabi í gríni.

Krákurnar virðast afar meðvitaðar um þær mæðgur og nefnir Lisa, móðir Gabi, sem dæmi að eitt sinn týndi hún linsuloki á myndavélinni sinni í hverfinu. Hún þurfti ekki að leita þess lengi því kráka var fljót að skila lokinu beinustu leið í fuglabaðið þar sem fuglarnir skilja gjafir sínar eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson