9/11 átti ekki að koma á óvart

Björk
Björk

Í viðtali við franska dagblaðið Libération segir Björk Guðmundsdóttir að hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkinn þann 11. september 2001 hafi ekki átt að koma Bandaríkjamönnum á óvart.

Björk lét ummælin falla sem svar við spurningu blaðamanns Libération um nýlega skotárás í Kaupmannahöfn á viðburði tileinkuðum Charlie Hebdo þar sem einn lést og þrír særðust.

Hér að neðan má sjá svar Bjarkar í heild sinni.

„Ísland var nýlenda í 600 ár. Og, stundum, verða nýlenduherrar blindir. Þeir skilja ekki áhrif eigin aðgerða. Til dæmis fannst mér mjög skrítið að vera hér, í New York, þann 11. september 2001 og sjá alla þjóðina í losti, hissa. Auðvitað var þetta hræðilegur atburður, og 3000 manns voru drepnir. En þegar litið er til þeirrar stríðsstefnu sem Bandaríkin héldu úti getur útkoman ekki komið manni algerlega á óvart. Maður getur verið með risastóra vopnaða heri, eins og eru í Danmörku og Frakklandi, sem grípa inn í á erlendri grund, drepa fólk og halda að það hafi ekki áhrif. Ég er ekki að segja að ég hafi lausn því það virðist vera í eðli mannsins að lýsa yfir stríði, því miður. En friður er líka hluti af mannlegu eðli. Ég vil ekki vera einfeldningurinn sem segir að öll lönd ættu að leggja niður herina sína en ég er stolt af því að vera hluti af landi sem er ekki með einn slíkan.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler