Harry prins hættir í hernum

Harry prins
Harry prins AFP

Talið er að prins Harry muni hætta í breska hernum seinna á árinu en hann er sagður standa á krossgötum í herferli sínum. Prinsinn hefur verið liðsforingi í hernum í tíu ár og hefur gefið í skyn að hann vilji einbeita sér að verkefnum sem aðstoða slasaða hermenn við að ná sér á strik. Þessu greinir Telegraph frá.

Einnig er talið að hinn 30 Harry muni eyða meiri tíma í Afríku. Þar mun hann hafa umsjón með góðgerðarsamtökum sínum Sentebale sem hjálpa börnum í Lesotho auk þess að sem hann mun sinna dýra-og náttúruvernd á svæðinu.

Heimildarmaður Telegraph segir að Harry hafi ekki enn ákveðið sig endanlega. „En það er satt að hann er í því ferli að taka ákvörðun um framtíð sína, sem mun taka mið af þeirri vinnu sem hann stendur í þessa stundina.“

Prinsinn hefur tvisvar sinnum farið til Afganistan í verkefni á vegum hersins og er fyrsti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar til að berjast í stríði síðann frændi hans, hertoginn af York, barðist í Falklandseyjastríðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson