Hvernig er kjóllinn á litinn?

Kjóllinn umdeildi. Um helmingur virðist sjá hvítan og gylltan kjól, …
Kjóllinn umdeildi. Um helmingur virðist sjá hvítan og gylltan kjól, en helmingur bláan og svartan kjól. Tumblr/swiked

Á meðan Íslendingar sváfu varð allt brjálað á Tumblr og Twitter vegna myndar af kjól, sem hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Menn deila hart um það hvort kjóllinn er hvítur og gylltur eða blár og svartur, og eru alls ekki á einu máli.

Erlendir fjölmiðlar hafa blandað sér í málið og hefur Guardian tekið opinbera afstöðu: kjóllinn er blár og svartur. Mbl.is hefur ákveðið að taka ekki afstöðu fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir.

Uppfært: Þess vegna er kjóllinn blár!

BBC hefur fjallað um málið, CNN, Mother Jones, Buzzfeed, MSNBC, Independent og margir fleiri.

Fræga fólkið hefur tekið afstöðu til málsins og Cosmo hefur flokkað það niður í lið. Í blár/svartur liðinu eru m.a.: Kanye West, Justin Bieber, Taylor Swift, Christine Teigen, Jaden Smith og Demi Lovato. Í hvítur/gylltur liðinu eru m.a.: Kim Kardashian, Rob Lowe og Anna Kendrick.

Josh Groban, Ariana Grande, Shonda Rhimes og Julia Louis-Dreyfus eru meðal þeirra sem skilja ekki hvað í ósköpunum er í gangi.

Mashable hefur fundið vefsíðu þar sem kaupa má kjól svipaðan þeim sem er á myndinni og í kjölfarið lýst yfir sigri annars liðsins. Þá hefur Wired fengið sérfræðinga til að útskýra hvers vegna fólk sér kjólinn með ólíkum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler