Skilaði kjólnum sem reyndist verðlítill

Lupita Nyong'o í kjólnum á rauða dreglinum á Óskarshátíðinni í …
Lupita Nyong'o í kjólnum á rauða dreglinum á Óskarshátíðinni í ár. AFP

Það vakti mikla athygli í vikunni þegar fréttir bárust af því að kjólnum sem Lupita Nyong'o klæddist á Óskarsverðlaunahátíðinni hafði verið stolið. Kjóllinn var sagður vera gerður úr 6 þúsund perlum og verðmæti hans yfir 20 milljónir króna. 

Nú hefur hins vegar kjólnum verið skilað og hafði þjófurinn síðan samband við vefmiðilinn TMZ og tilkynnti þeim að við skoðun á perlunum kom í ljós að ekki var um alvöru perlur að ræða. Þess vegna hafi honum verið skilað. 

Kjóllinn var hannaður af Calvin Klein, en fulltrúar hans fullyrða nú að þeir hafi aldrei haldið því fram að perlurnar væru ósviknar. Stýlisti Nyong'o sé eini aðilinn sem hafi haldið því fram í fjölmiðlum að verðmæti kjólsins sé 20 milljónir. 

„Hefur einhver hjá Calvin Klein haldið því fram að perlurnar séu ósviknar? Ég hélt að allir vissu að þær væru ekki ekta, en greinilega hafa einhverjir trúað því,“ segir heimildarmaður TMZ hjá hönnunardeild Calvin Klein. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant