Finnsku pönkararnir í Eurovision

Meðlimir PKN ásamt leikstjóra heimildarmyndar um sveitina.
Meðlimir PKN ásamt leikstjóra heimildarmyndar um sveitina. Af Wikipedia

Finnsku pönkararnir í Pertti Kurikan Nimipäivät (PKN) verða fulltrúar Finnlands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Eins og mbl.is hefur greint frá er það ekki einungis tónlistarstefnan sem hljómsveitin kennir sig við sem gerir PKN sérstæða í sögu Söngvakeppninnar því þar að auki eru allir meðlimir sveitarinnar ýmist með Downs-heilkenni, einhverfir eða hvort tveggja.

Lagið „Aina mun pitää“ er að sögn breska miðilsins Metro jafnframt að öllum líkindum eitt það stysta sem sést hefur í Söngvakeppninni í langan tíma. Það er einungis ein mínuta og 42 sekúndur og ku fjalla um að þau leiðindi að þurfa að takast á við heimilisverk á við uppvaskið.

Finnland hefur einu sinni unnið Söngvakeppnina en það var árið 2006 þegar rokkjötnarnir í Lordi komu, sáu og sigruðu. Lordi voru einnig afar óhefðbundnir á mælikvarða Söngvakeppninnar og nú er að sjá hvort nýja brumið skili sér aftur. Fyrst þarf PKN þó að ná upp úr undanúrslitum keppninnar þann 19. maí en úrslitin sjálf fara fram þann 23. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant