Will Smith á toppinn í Bandaríkjunum

Leikarar myndarinnar Focus, þau Will Smith, Margot Robbie og Rodrigo …
Leikarar myndarinnar Focus, þau Will Smith, Margot Robbie og Rodrigo Santoro, á frumsýningu myndarinnar. AFP

Kvikmyndin Focus var vinsælasta kvikmyndin í bíóhúsum vestanhafs um helgina. Myndin skartar þeim Will Smith og Margot Robbie í aðalhlutverki og kostaði hún 50,1 milljónir dollara í framleiðslu.

Alls græddu framleiðendurnir 19,1 milljón á frumsýningarhelginni, sem er örlítið minna en búist var við. Var þetta lélegasta frumsýningarhelgi kvikmyndar sem skartar Will Smith í tíu ár, ef frá er talin myndin Seven pounds.

Kvikmyndin fjallar um svikarann Nicky sem kemst í kynni við hina dularfullu Jess. 

Í öðru sæti yfir vinsælustu myndirnar í síðustu viku var myndin Kingsman: The Secret Service. Sú mynd skaust upp fyrir hina geysivinsælu 50 Shades Of Grey sem trónaði á toppnum í síðustu viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson