Maggie Smith hættir í Downton Abbey

Maggie Smith mun leggja Downton á hilluna en ekki leiklistina.
Maggie Smith mun leggja Downton á hilluna en ekki leiklistina. EPA

Maggie Smith hefur sagt að sjötta þáttaröð breska búningadramans Downton Abbey verði líklega hennar síðasta. Orðrómur hefur verið á kreiki um að þáttaröðin verði reyndar sú síðasta yfirhöfuð og í viðtali við The Sunday Times segir Smith að hún sjái hreint ekki hvernig þættirnir geti haldið áfram.

„Ég meina, ég get svo sannarlega ekki haldið áfram. Að því er ég best veit hlýt ég að vera 110 ára núna. Við erum komin á seinni hluta þriðja áratugarins,“ segir Smith.

Smith meinar að sjálfsögðu að persóna hennar í þáttunum, lafði Violet, sé hreinlega orðin of gömul til að halda uppi fjörinu miklu lengur. Samkvæmt útreikningum The Huffington Post var greifynjan þó aðeins 82 ára þegar fimmtu þáttaröð lauk á aðfangadagskvöld 1924.

Smith á farsælan feril að baki en segist þó aldrei hafa fengið jafnmikla athygli og fyrir leik sinn í Downton Abbey. „Maður er ekki öruggur eftir að hafa verið í Downton,“ segir leikkonan. „Það sem er sorglegt er að ég hef farið í gegnum allt mitt líf án nokkurs [áreitis]. Ég gat rölt um gallerí og gert ýmislegt ein en ég get það bara ekki lengur.“

Þrátt fyrir brotthvarf lady Violet þurfa aðdáendur Smith þó ekki að örvænta þar sem hún hefur engar fyrirætlanir um að leggja leikinn alfarið á hilluna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson