Síminn ræðst í dagskrárgerð

Tónlistarmaðurinn og verðandi sjónvarpsstjarnan Hreimur Örn Heimisson.
Tónlistarmaðurinn og verðandi sjónvarpsstjarnan Hreimur Örn Heimisson. Ljósmynd/Síminn

„Þetta er gífurleg áskorun fyrir mig. Ég stíg út fyrir þægindaramma minn við þessa þáttastjórn, en tek þessu verkefni fagnandi og hef trú á því,“ segir tónlistarmaðurinn og verðandi sjónvarpsstjarnan Hreimur Örn Heimisson en hann stýrir nýjum þáttum sem aðeins verða aðgengilegir í Sjónvarpi Símans.

Hreimsins besti er spurningaþáttur og verður fyrsti þátturinn gerður aðgengilegur á föstudaginn næstkomandi. „Áhorfendur stýra ekki aðeins útsendingatímanum sjálfir heldur geta gefið þættinum einkunn að honum loknum. Það verður í þeirra höndum hvort gerðir verði fleiri þættirnir en þessir fjórir sem nú eru í vinnslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum.

Fyrstu upptökurnar voru um miðja síðustu viku en Stórveldið framleiðir þættina fyrir Símann og eru þeir teknir upp í Silfurtunglinu í Austurbæjarbíói. Hreimi til halds og trausts eru liðsstjórarnir Pétur Örn Guðmundsson og Jóhannes Ásbjörnsson.

„Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og gæti alveg vanist þessu,“ segir Hreimur í tilkynningu og einnig að hann voni að áhorfendur kjósi að hafa þáttinn áfram á dagskrá.

Í sömu tilkynningu segir að Síminn ætli sér að opna Sjónvarp Símans fyrir dagskrárgerð af ýmsum toga. Sjónvarpið verði vettvangur fyrir nýja íslenska þætti – sem áhorfendur geti haft áhrif á hvort eigi sér framtíð. Ef einhver kemur með þátt til Símans þá verði hann birtur og áhorfendur meti það hvort þeir vilji sjá meira eða ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson