Teflir fram úr væntingum

Hannes Hlífar Stefánsson, þungt hugsi yfir skákinni.
Hannes Hlífar Stefánsson, þungt hugsi yfir skákinni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson vann sannfærandi sigur á spænska stórmeistaranum Ivan Salgado Lopez í sjöttu umferð EM einstaklinga í skák í Jerúsalem í dag.

Hannes hefur 4½ vinning og er í 5.-25. sæti. Hann er fimmti á stigum og aðeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Hannes er aðeins annar af tveimur skákmönnum úr Vestur-Evrópu meðal 35 efstu manna. Hinn er Englendingurinn David Howell sem er í 20. sæti á stigum.

Á morgun teflir Hannes við rússneska ofurstórmeistarann Nikita Vitiugov sem er næststigahæstur keppenda.

„Hann er í gríðarlega sterkri aðstöðu fyrir lokátökin. Þeir sem eru í u.þ.b. 20 sæti fá keppnisrétt á heimsbikarmótinu í skák sem fram fer í Aserbaídsjan síðar á árinu,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, og bætir við að Hannes sé í raun að fara fram úr væntingum manna.

„Við vitum náttúrlega að Hannes er góður en hann stendur sig gríðarlega vel.“

Guðmundur Kjartansson tapaði fyrir rússneska stórmeistarann Evgeny Romanov. Guðmundur hefur 3 vinninga og er í 110.-163. sæti. Á morgun teflir hann við heimamanninn David Gorodetzky.

Alls taka 250 skákmenn frá 33 löndum þátt í mótinu. Þar af eru 113 stórmeistarar. Hannes er nr. 84 í stigaröð keppenda en Guðmundur er nr. 116. Alls eru tefldar 11 umferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant