Breyta ráðherra í Spock

Kanadíski leikarinn Leonard Nimoy lék Vúlkanann Spock í Star Trek …
Kanadíski leikarinn Leonard Nimoy lék Vúlkanann Spock í Star Trek í fjölda ára. AFP

Seðlabanki Kanada segir að sú vinsæla iðja íbúa þar í landi að breyta ásýnd fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem prýðir 5 dollara seðla þannig að hann líkist Star Trek-persónunni Spock sé ekki ólögleg. Sú iðja hefur færst í aukana eftir andlát leikarans Leonard Nimoy í síðustu viku.

Það listform að breyta Wilfrid Laurier, sjöunda forsætisráðherra Kanada, í Spock úr Star Trek þáttunum hefur verið þekkt sem „spocking“ í landinu. Seðlabanki landsins gaf frá sér tilkynningu í gær í kjölfar þess að mikill uppgangur hefur orðið í þessari listsköpun frá því að Nimoy, sem lék Spock í þáttum og kvikmyndum, lést.

Bankinn segist ekki geta stutt þessa iðju fólks en hins vegar sé ekkert beinlínis ólöglegt við hana. Hætta væri þó á því að verslunareigendur neituðu að taka við slíkum seðlum, að því er segir í frétt Washington Post.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant