Fékk átta milljóna króna hraðasekt

Mynd tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Mynd tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AFP

Finnski viðskiptamaðurinn Reima Kuisla var sektaður um 54 þúsund evrur, um átta milljónir króna, fyrir hraðakstur á dögunum þegar hann ók á 103 km/klst hraða á svæði þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. 

Hraðasektir í Finnlandi eru tekjutengdar og sektir því reiknaðar út frá launum einstaklinga. Með öðrum orðum, tekjuhærri einstaklingar fá hærri sektir en þeir tekjulægri þegar þeir brjóta lögin.

Eftir að Kuisla var tekinn fyrir hraðaksturinn skoðuðu yfirvöld skattaskjöl hans frá árinu 2013 og þénaði Kusila 6,5 milljónir evra það árið eða rétt tæpan einn milljarð íslenskra króna. Var honum því gert að greiða fyrrnefnda sekt. Finnska fréttablaðið Iltalehti greindi fyrst frá málinu og Breska ríkissjónvarpið í kjölfarið

Sektin leggst ekki vel í Kuisla samkvæmt færslu sem hann setti á Facebook síðu sína.

„Fyrir tíu árum hefði ég ekki trúað því að ég ætti eftir að íhuga það alvarlega að flytja úr landi,“ sagði hann á Facebook síðu sinni og bætti þar við að ómögulegt væri að búa í Finnlandi fyrir tekjuháa og ríka.

Árið 2002 var framkvæmdastjóri hjá Nokia sektaður um rúmlega 17 milljónir króna fyrir of hraðan akstur á Harley Davidson mótorhjóli sínu og byggði sektin á  14 milljónir evra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant