Rokkar með slit og allt

Lammily-dúkkurnar eru heldur raunverulegri en hin hefðbundna Barbie-dúkka.
Lammily-dúkkurnar eru heldur raunverulegri en hin hefðbundna Barbie-dúkka. Skjáskot

Sprotafyrirtækið Lammily hefur birt auglýsingarvídeó fyrir Lammily-dúkkuna, hina svokölluðu „venjulegu Barbie“, en um er að ræða dúkku í raunhæfum hlutföllum, með slit, appelsínuhúð og bólur.

Vídeóið er sannarlega frumlegt en það segir sögu Lammily-dúkkunnar sem fer að kvíða baðfatavertíðinni, þar sem á henni dynja skilaboð úr öllum áttum um að hún sé ekki nógu grönn, fín né flott.

Nickolay Lamm, listamaðurinn á bakvið Lammily-dúkkurnar, fjármagnaði framleiðslu þeirra með Kickstarter-söfnun, en hann vill m.a. koma því á framfæri að engin er fullkominn.

„Raunveruleikinn er kúl; hann er allt sem við höfum. Af hverju ekki að meta hann að meiru? Jafnvel þótt hann sé ekki fullkominn, þá er hann samt fallegur,“ sagði Lamm í samtali við E! News.

Það hefur löngum verið sagt að það kosti sitt að viðhalda útlitinu, en það vekur athygli að „útlitslýti“ virðast einnig kosta sitt, a.m.k. hvað varðar Lammily-dúkkurnar. Dúkkurnar sjálfar kosta nefnilega 25 dollara, en límmiðaspjald með slitum, appelsínuhúð og bólum kostar 7 dollara til viðbótar.

Hvað auglýsingarvídeóið varðar, er sjón sannarlega sögu ríkari.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant