Taldi sig hafa ljótt bros

Leikkonan Uma Thurman.
Leikkonan Uma Thurman. mbl.is/AFP

Leikkonan Uma Thurman er ein þeirra sem brosa sjaldan á rauða dreglinum fyrir framan ljósmyndara. Þegar Thurman var spurð út í ástæðuna hafði hún svör á reiðum höndum.

„Þegar ég var 10 ára sagði einhver að ég væri með ljótt bros. Þannig að á mínum yngri árum skammaðist ég mín og brosti aldrei með opinn munninn,“ útskýrði Thurman.

Thurman hefur alltaf þótt falleg en hún hefur ekki kunnað að meta þá athygli sem hún hefur fengið í gegnum tíðina. „Ég nýt þess að eldast. Ég naut þess ekki að þykja falleg hér áður fyrr. Mér leið illa,“ sagði leikkonan í viðtali við Hello!.

Sá orðrómur komst þá nýverið á kreik að Thurman hefði gengist undir nokkrar fegrunaraðgerðir en hún þvertekur fyrir það. Hún og förðunarfræðingur hennar segja að um öðruvísi förðun hafi verið að ræða. „Ég veit að ég lít undarlega út, það líkaði greinilega engum vel við förðunina mína,“ sagði Thurman og hló.

Uma Thurm­an þykir gjör­breytt

Var ekki með maskara á mánu­dag­inn

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant