Metnaðarfullt boð í fermingarveislu

Brody virðist bera allt þegar hann snýr út úr laginu …
Brody virðist bera allt þegar hann snýr út úr laginu Blurred lines. Skjáskot af YouTube

Brody Criz er að verða fullorðinn, í trúarlegum efnum allavega. Þar sem hann er að verða 13 ára mun hann ganga í gegnum Bar Mitzvah sem er einskonar fermingarhátíð gyðingdóms. Venju samkvæmt ákvað hann að bjóða vinum og vandamönnumm til veislu en hann fór þó heldur óhefðbundna leið við boðið. 

Í myndbandinu hér að neðan bregður Criz sér í hlutverk nokkurra þekktra tónlistarmanna og breytir textanum við lög þeirra svo hann passi við tilefnið. 

„Klappaðu með ef þú telur boðskap gamla testamentisins vera sannleikann,“ syngur Brody meðal annars þegar hann snýr út úr texta Pharrell Williams við lagið „Happy“. Hvort sem þú kýst að klappa með eða ekki er myndbandið vel þess virði að horfa á, ef ekki bara til að njóta þjáningarsvipsins á bróður Brody sem virðist hafa verið neyddur til að taka þátt í myndbandsgerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson