Guy Sebastian tekur þátt fyrir Ástralíu

Guy Sebastian
Guy Sebastian Af Wikipedia

Það vakti heimsathygli fyrir nokkrum vikum þegar tilkynnt var um þátttöku Ástralíu í Eurovision. Nú hafa Ástralar tilkynnt hver mun taka þátt í keppninni fyrir hönd þjóðarinnar og er það söngvarinn Guy Sebastian. Er hann enginn byrjandi í tónlistarbransanum en hann er margverðlaunaður í heimalandinu og einn af söluhæstu söngvurum Ástralíu. 

Sam­kvæmt vefsíðu Eurovisi­on, eru nokkr­ar ástæður fyr­ir því að Ástr­al­íu var gefið leyfi til þess að taka þátt í keppn­inni. Er það m.a. gert til þess að stækka af­mæl­is­hátíð Eurovisi­on, en keppn­in fagn­ar sex­tíu ára af­mæli sínu í ár. Með þátt­töku Ástr­al­íu verða lönd­in sem taka þátt í ár fjöru­tíu tals­ins. Er þetta í fyrsta og síðasta skipti sem Ástr­al­ía tek­ur þátt. 

„Þetta er djörf, en á sama tíma ótrú­lega spenn­andi ákvörðun. Þetta er okk­ar leið til þess að segja; fögn­um þessu sam­an!“ sagði Jon Ola Sand, fram­kvæmda­stjóri Eurovisi­on, á vefsíðu keppn­inn­ar. 

Eurovisi­on hef­ur verið sýnd í Ástr­al­íu síðustu þrjá­tíu árin og er keppn­in mjög vin­sæl meðal ástr­alskra áhorf­enda. Á vefsíðu keppninnar kemur fram að meira en þrjár milljónir Ástrala horfðu á Eurovision á síðasta ári. 

„Það er ótrúlega spennandi að fá tækifæri til þess að taka þátt í Eurovision. Þetta er stærsti tónlistarviðburður veraldar sem á sér frábæra sögu og hefð. Það er mikill heiður að vera boðið að taka þátt fyrir Ástralíu í fyrsta skipti sem landið tekur þátt,“ er haft eftir Sebastian á vefsíðu Eurovision. 

Von er á frekari upplýsingum um atriði Ástralíu og lagið sjálft á næstu vikum. 

Guy Sebasatian varð fyrst þekktur í Ástralíu er hann sigraði áströlsku Idol keppnina árið 2003. Síðan þá hefur  hann gefið út átta breiðskífur og selt 4,5 milljón plötur. 

Er hann einn af farsælustu karlsöngvurum Ástralíu. Árið 2013 náði lag hans Battle Scars platínum sölu í Bandaríkjunum. Varð Sebastian þá einn af fáu Áströlskum tónlistarmönnum til að ná þeim árangri. 

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Battle Scars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson