Frá Lundúnum til Ástralíu í kassa

Spiers ferðaðist frá Lundúnum til Perth í Ástralíu, með viðkomu …
Spiers ferðaðist frá Lundúnum til Perth í Ástralíu, með viðkomu í París og Bombay. Í kassa. AFP

Í veftímariti BBC er að finna stórskemmtilega og undraverða frásögn af því þegar íþróttamaðurinn Reg Spiers sendi sjálfan sig í kassa frá Lundúnum til Perth í heimalandi sínu Ástralíu. Ferðin tók þrjá daga og var vægast sagt ævintýraleg.

Atvikið átti sér stað um miðjum 7. áratug síðustu aldar, en Spiers var staddur í Bretlandi til að jafna sig eftir meiðsl. Hann hugðist keppa í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Tókýó 1964, en þegar ekkert varð af því fékk hann starf á flugvelli til að safna peningum til að komast heim.

Þá var veskinu hans stolið.

Afmæli dóttur hans var á næsta leiti og góð ráð dýr. Hann fékk vin sinn til að smíða trékassa sem hann gat bæði setið í með útrétta fætur, eða legið í með hnén beygð, en í hliðar hans voru festar ólar til að Spiers gæti haldið sér stöðugum á meðan kassinn var fluttur til.

Spiers vissi að hann gat sent kassann á þeim forsendum að flutningskostnaðurinn yrði greiddur við afhendingu. Á eyðublöðum sagði hann farminn málningu og að áfangastaðurinn væri skáldað skófyrirtæki í Ástralíu.

Spiers sat fastur í kassanum í 24 klukkutíma í Lundúnum þar sem fluginu var frestað vegna þoku. Hann skreið út úr honum þegar vélin var komin í loftið og pissaði í dós. Vélin millilenti í París, og í Bombay var kassinn fluttur um borð í aðra vél, en eftir að Spiers losnaði loks úr prísund sinni í Perth, ferðaðist hann á puttanum til fjölskyldu sinnar í Adelaide.

Hann taldi sig hafa sloppið frá öllu saman og hefði eflaust gert það, ef hann hefði bara munað að láta vin sinn sem smíðaði kassann vita að hann væri kominn á áfangastað. Sá hafði miklar áhyggjur og upplýsti að lokum fjölmiðla um ferðalag Spiers. Eins og gefur að skilja, vakti ferðalag hans mikla athygli.

Ítarlega frásögn Spiers er að finna á vefsvæði BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson