Heppinn að vera á lífi

Læknirinn Sanjay Khurana, sem var á meðal þeirra fyrstu sem komu bandaríska leikaranum Harrison Ford til aðstoðar eftir að einkaflugvél hans brotlenti í gærkvöldi, segir leikarann stálheppinn að vera á lífi.

Flugvélin brotlenti á golfvelli rétt fyrir utan borgina Los Angeles.

Í samtali við bandaríska fjölmiðla í dag sagðist Khurana ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hann sá vélina brotlenda, nokkuð harkalega. Hann var þá að spila sjöundu holu golfvallarins.

Hann var á meðal þeirra sem komu fyrst á vettvang og dró Harrison Ford út úr flugvélinni. Hann áttaði sig ekki strax á því hver maðurinn væri, ekki fyrr en búið var að draga hann út úr vélinni. 

Harrison Ford er 72 ára gamall en hann er meðal annars þekktur fyrir leik í Indiana Jones- og Star Wars-myndunum.

Hann flaug tveggja sæta Ryan PT-22-vél en vélin er ein margra sem framleiddar voru í seinni heimsstyrjöldinni og notaðar við að þjálfa bandaríska herflugmenn. Ford er þrautþjálfaður flugmaður.

Fréttir mbl.is:

Neyðarkall Harrison Ford

Harrison Ford ekki í lífshættu

Harrison Ford í flugslysi

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant