Systurnar síðastar til að heyra fréttirnar

Systurnar eiga erfitt með kynleiðréttingu stjúpa síns en reyna að …
Systurnar eiga erfitt með kynleiðréttingu stjúpa síns en reyna að sýna stuðning. Mynd: Skjáskot af People

Eftir áratugi í skápnum ákvað Bruce Jenner nýlega að stíga fram með tilkynningu þess efnis að hann ætlaði í kynleiðréttingu. Síðastar til að fá fréttirnar voru stjúpdætur hans þrjár, þær Kim, Khole og Kourtney. 

Bruce, sem var giftur móður þeirra Kris í 23 ár, hefur alla tíð átt gott og náið samband við stjúpdæturnar og raunveruleikaþáttastjörnurnar þrjár. 

Síðustu misserin hefur bilið milli Jenner og Kardashian fólksins hinsvegar breikkað, meðal annars vegna þess að þær systur voru með þeim síðustu til að fá fréttir af plönum stjúppabbans. 

Fréttirnar hafa tröllriðið slúðurmiðlum um allann heim og þó að þær hafi reynt að sýna honum stuðning hefur þetta alls ekki verið áfallalaust fyrir þær systur. 

Heimildarmaður People sagði í forsíðuviðtali í nýjasta hefti blaðsins að þær Kourtney (35), Kim (34) og Khloé 30 hefðu verið með þeim allra síðustu til að frétta af þessu meðan önnur uppkomin börn Jenners hefðu lengi vitað leyndarmálið. 

Fyrir á Bruce Jenner þau Burt (36), Cassöndru (34), Brandon, (33) og Brody (31) en sameiginlegar dætur Jenners og Kris eiga víst mjög erfitt með að höndla málið. 

„Þær sýna honum  mikinn stuðning en þetta eru bara mjög erfiðar og flóknar aðstæður,“ segir heimildarmaðurinn.

Bruce Jenner lét önnur börn sín vita á undan Kardashian …
Bruce Jenner lét önnur börn sín vita á undan Kardashian systrum. STAN HONDA/AFB
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant