Blússandi sigling á Grétu Salóme

Gréta Salóme.
Gréta Salóme. mbl.is/Styrmir Kári

Gréta Salóme Stefánsdóttir hefur sent frá sér nýtt lag sem heyrst hefur í útvarpi síðustu daga. Lagið nefnist „Í dag“ og er hluti af plötu sem mun koma út síðar á árinu.

Þetta er þó ekki það eina sem tónlistarkonan knáa úr Mosfellsbænum hefur á prjónunum en henni hefur  einnig verið boðið að setja upp glæsilega tónlistarsýningu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og leika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikum sem nefnast Disney-Frozen. Þar mun hún flytja efni sem hún hefur þegar flutt fyrir þúsundir manna á Disney Dream skipinu, sem er eitt stærsta skemmtiferðarskip Disney-samsteypunnar. Eins og greint var frá í gær mun Sinfóníuhljómsveitin einnig hljóðrita undirspil fyrir tónleika Grétu í téðu skemmtiferðaskipi en sú upptaka er liður í tilraunaverkefni sveitarinnar til að ná til kvikmyndaiðnaðarins.

Nýlega var sagt frá því að hún verði svokallaður ,,headliner” á  Disney Magic skipinu sem mun sigla til Evrópu í sumar. Skipið mun meðal annars hafa viðkomu á Íslandi tvisvar sinnum. Sýningin hennar nefnist „The Greta Salóme show – Strings of Magic“, og eru glæsilegir tónleikar í stærsta leikhúsinu þeirra, Walt Disney Theater. Þar heldur hún 45 mínútna tónleika í hverri einustu siglingu og nýtur aðstoðar leikstjóra, dansara, búningahönnuða osfrv. Á tónleikunum leikur hún sitt eigið efni auk þess að leika og syngja þekkt lög í hennar útsetningum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant