Allir elska „krúttlegasta dýr heims“

Sjáið þetta krútt!
Sjáið þetta krútt! Skjáskot af Youtube

Það eru allir að skoða myndirnar af því, dýrinu sem mörgum finnst það krúttlegasta í heimi. Dýrið heitir múshéri (e. ili pika) og er í mikilli útrýmingarhættu. Það var fyrir þrautseigju Kínverjans Li Weidong, sem leitaði dýrsins í þrjátíu ár, að héri þessi, sem líkist helst kanínu í bland við pandabjörn og mús, komst í fréttirnar. Hann finnst aðeins í Kína og er talið að innan við 1.000 dýr séu eftir í heiminum. Það gerir hann að enn sjaldgæfara dýri en pandabjörn.

Li sá fyrst hérann, sem flestir kalla „töfrakanínuna“ (e. magic bunny) árið 1983. Síðan þá hefur hann örsjaldan sést þar til núna að vísindamenn komu auga á hann eins og sagt var frá í National Geograpic. Þá hafði hann ekki sést í 20 ár. 

Sjá einnig frétt mbl.is: Vísindamenn finna múshérann aftur

Hann man mjög vel eftir þessum fyrstu kynninum. „Ég var í klettaklifri í fjóra tíma og var að hvíla mig til að ná andanum er ég skyndilega sá skugga af litlu dýri,“ segir hann í samtali við BBC.

„Ég settist við nokkra steina og allt í einu sá ég tvö kanínueyru í sprungu í steinunum. Þetta litla dýr starði á mig og blikkaði mig. Mér fannst þetta vera fallegasta og furðulegasta dýr sem ég hafði nokkru sinni séð. Ég trúði ekki eigin augum.“

Li vann á þessum tíma við sjúkdómavarnir. En í upp frá þessu fór hann að hafa áhuga á tegundum í útrýmingarhættu. 

Það eru til margar tegundir af múshéra. En þessi sem Li sá er nokkuð sérstakur, með þrjár brúnar rendur á enninu og um hálsinn.

Frétt BBC.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/MbGoKJk-5Uo" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler