Rowling slær í gegn á Twitter

AFP

Árið 2007 vakti það mikla athygli þegar J.K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter, tilkynnti aðdáendum að hún hafi alltaf litið á Albus Dumbledore sem samkynhneigðan. Umræðan vaknaði aftur til lífsins í vikunni þegar aðdáandi spurði Rowling á Twitter hvers vegna hún segi Dumbledore vera samkynhneigðan.

„Takk kærlega fyrir að skrifa sögurnar um Harry Potter. Ég velti því fyrir mér hvers vegna þú telur Dumbledore vera samkynhneigðan, því ég lít ekki þannig á hann,“ skrifar aðdáandi til Rowling á Twitter.

Svari Rowling hefur verið endurtíst 21 þúsund sinnum en það hljóðaði svo: „Kannski vegna þess að samkynhneigðir líta út eins og venjulegt fólk?“

Margir hófu að áreita stelpuna sem spurði Rowling spurningarinnar og fór svo að hún eyddi spurningunni. Rowling kom henni þá til varnar og sagði spurninguna góða og gilda. Sagði hún svo of marga á netinu skjóta fyrst, en spyrja síðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler