Sýningin um Björk til Reykjavíkur?

Frá sýningunni um Björk í MoMA, Museum of Modern Art …
Frá sýningunni um Björk í MoMA, Museum of Modern Art í New York. mbl.is/Einar Falur

Borgarráð hefur falið Svanhildi Konráðsdóttur, sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, að kanna forsendur þess að sýning sem byggir á ferli Bjarkar Guðmundsdóttur, sem nú stendur yfir í samtímalistasafninu MoMA í New York, verði sett upp að hluta til eða í heild sinni í Reykjavík.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs og Hafþór Yngvarsson, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur voru viðstödd opnun sýningarinnar þann 8. mars síðastliðinn og ræddu við sýningarstjórann Klaus Biesenback sem gerði grein fyrir helstu forsendum hennar. Sýningunni lýkur í byrjun júní í MoMA og er ráðgert að hún verði sett upp í nokkrum borgum víða um heim og opnanir skipulagðar í tengslum við fyrirhugaða tónleikaferð Bjarkar. Áætlað er að það ferðalag taki um það bil þrjú ár.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Dagur, Svanhildur og Hafþór hafi átt fund með lykilfólki hjá safninu og forsvarsmönnum Manchester International Festival, sem ber ábyrgð á farandsýningunni, og rætt möguleikann á því hvort sýningin eða hluti hennar eigi viðkomu eða ljúki ferð sinni í heimaborg Bjarkar Reykjavík.

Afar vel var tekið í þá hugmynd af listamanninum, fulltrúum MoMA og þeim sem bera ábyrgð á ferðalagi sýningarinnar. Verkefnið þarfnast mikils undirbúnings sem felst meðal annars í rýningu á forsendum, svo sem mögulegum sýningarrýmum í Reykjavík, listrænni stjórnun og hugsanlegum breytingum á sýningunni, kostnaði og fleiru.

Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, segir í tilkynningunni að um afar spennandi tækifæri sé að ræða og því mikilvægt að vinna forvinnuna vel.

„Þessi sýning hefur vakið gríðarlega athygli og er vel sótt enda nýtur Björk mikillar virðingar alþjóðlega sem einstakur listamaður. Dómarnir hafa að sönnu verið misjafnir en gagnrýnin snýr fyrst og fremst að þeirri leið sem sýningarstjórinn kaus að fara í MoMA. Efniviðurinn er frábær og heldur náttúrlega bara áfram að vaxa. Okkar skilningur er sá að sýningin eigi líklega eftir að taka breytingum á næstu misserum og liður í undirbúningi okkar er m.a. að kanna í hvaða formi helst kæmi til greina að setja hana upp hér í Reykjavík. Við höfum tímann fyrir okkur og það væri óneitanlega mjög magnað að geta gert þetta að veruleika hér í Reykjavík,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson