Spenna og hasar í Dodgeball

Eva Björk Ægisdóttir

Íslandsmeistaramótið í Dodgeball fór fram í fyrsta skiptið í gær. 28 manns tóku þátt í fjórum liðum og var það liðið The Abusement Park sem bar sigur úr býtum. Meðlimir liðsins eru þeir Ólafur Hrannar Kristjánsson, Ingi Þór Gunnarsson, Brynjar Hlöðversson, Þorbjörn Þór Sigurðarson, Viktor Bjarnason, Hilmar Árni Halldórsson, Aron Fuego Daníelsson og Eyjur Tómasson.

Voru sigurvegararnir leystir út með gjöfum frá Mjölni, Ævintýragarðinum í Grafarvogi, Te og kaffi, Nings, KSÍ og Varmá. Hömpuðu þeir jafnframt verðlaunabikar sem KLM verðlaunagripir gáfu.

Samkvæmt Birni Grétari Baldurssyni myndaðist mikill hasar og spenna á mótinu og varð fólki mjög heitt í hamsi. Hann segir að mótið verði klárlega haldið aftur á næsta ári. 

„Fólk talaði mikið eftir á að þetta hafi verið miklu skemmtilegra en þeir áttu von á,“ segir Björn Grétar í samtali við mbl.is. „Gaman var að sjá að þótt þarna hafi verið mikið um stráka gáfu stelpurnar þeim ekkert eftir. Miðað við að þetta var fyrsta skipti sem þetta var haldið gekk þetta vonum framar og verður þetta líklegast stærra á næsta ári. Þetta er klárlega viðburður sem er kominn til að vera.“

Allur ágóði mótsins í gær rann beint til styrktar MottuMars.

Fyrri frétt mbl.is:

Íslandsmeistarar í dodgeball krýndir um helgina

Skipuleggjendur mótsins. Ari Magnús Þor­geirs­son Björn Grét­ar, Dana Marteins­dótt­ir og …
Skipuleggjendur mótsins. Ari Magnús Þor­geirs­son Björn Grét­ar, Dana Marteins­dótt­ir og Elva Mar­grét Árna­dótt­ir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant