Bannar alla símanotkun

Leikarinn Antonio Banderas þolir ekki að vera í kringum fólk …
Leikarinn Antonio Banderas þolir ekki að vera í kringum fólk sem hangir í snjallsímum. mbl.is/AFP

Leikarinn Antonio Banderas bannar vinum og fjölskyldu að nota síma í matarboðum og veislum hjá sér. Banderas keypti sér sinn fyrsta farsíma fyrir þremur árum og er síður en svo háður símanum. Hann geymir símann gjarnan heima og þolir ekki þegar aðrir hanga í snjallsímanum fyrir framan hann.

„Ég banna fólki að koma í matarboð til mín til að hanga í símanum. Maður er stundum í kringum sex einstaklinga sem allir eru að skrifa á símann sinn á sama tíma. Þetta er klikkun.“ Þessu var greint frá á Contactmusic.com.

„Ég keypti minn fyrsta farsíma fyrir þremur árum. Ég tók hann ekki einu sinni út með mér í dag, ég skildi hann eftir heima,“ útskýrði Banderas sem hræðist þann mikla hraða sem einkennir nútímasamfélag.

Þá greindi Banderas einnig frá því að hann væri ekki hrifinn af löngustöngum (e. selfie-stick) sem gerir fólki kleift að taka góðar sjálfsmyndir með símanum á einfaldan máta. „Sjáið hvað þetta er hættulegt og sjálfselskt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant