Hlín Reykdal er hætt í Kiosk

Hlín Reykdal hefur einbeitt sér að hönnun hálsmena sem notið …
Hlín Reykdal hefur einbeitt sér að hönnun hálsmena sem notið hafa mikilla vinsælda. Eggert Jóhannesson

Hönnuðurinn Hlín Reykdal er einn þeirra hönnuða sem komu versluninni Kiosk á laggirnar árið 2010 en Hlín tók seinustu vaktina í versluninni í gær og kveður með söknuði.

„Í dag er síðasta vaktin mín í Kiosk. Úffff skrítið, 5 ár síðan við opnuðum Kiosk á Laugavegi 33, fimmtudaginn 15. júlí 2010.Við vorum 10 þegar við stofnuðum búðina, full af orku og hugmyndum og svo til í þetta,“ skrifaði Hlín á Facebook.

Hlín lýsti því svo hvernig hönnuðirnir héldu marga skemmtilega fundi á meðan hugmyndin var í þróun. „Við funduðum og hittumst oft, það voru rosalega skemmtilegir fundir. Mikið af hugmyndum komu fram og margar framkvæmdar. Við máluðum, brutum niður spegla og settum upp aftur, speglaveggurinn frægi.“

„Ég er stolt að hafa verið partur af KIOSK sem er nú staðsett á Laugavegi 65, með dásamlegu og hæfileikaríku fólki. Ég er ykkur óendanlega þakklát fyrir stuðninginn og sveiganleikan sem þið gáfuð mér þegar pabbi var veikur. Varðveitið og passið þetta fallega samstarf sem gengur vel.“

Hlín hefur hingað til einbeitt sér að hönnun skartgripa en í dag selur hún fylgihluti í 25 verslunum víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant