Gestrisnin lokkar fólk á hátíðina

„Þetta er suðupottur af alls kyns tónlistamönnum sem spila undir einu þaki. Það er sjarminn við þessa hátíð,“ segir Birna Jónasdóttir, rokkstjóri á tónlistahátíðinni Aldrei fór ég suður sem haldin var á Ísafirði um helgina og lauk í gærkvöldi.

„Þetta gekk rosalega vel, ég hef ekki heyrt af neinum atvikum sem komu upp, tónleikarnir gengu rosalega vel og ekki hægt að sjá annað en að fólk hafi verið gríðarlega ánægt.“

Sú breyting var á hátíðinni í ár að í stað þess að vera með tvö kvöld í skemmunni, voru haldnir órafmagnaðir tónleikar í Kirkjunni á föstudaginn. „Síðan var tónleikunum dreift betur um bæinn. Þetta blés miklu lífi í bæinn og gafst rosalega vel af okkar hálfu.“ Birna segist telja að fleiri hafi verið á hátíðinni heldur en í fyrra. „Það er erfitt að segja þar sem við erum ekki með miðasölu en mér sýnist það hafa verið fleiri í bænum en í fyrra.“

Aðspurð hvað það sé sem dragi fólk að, segir hún það vera andann í bænum. „Það eru allir svo samheldnir, Ísfirðingar opna dyrnar og eru gestrisnir og allir glaðir. Auk allra þeirra frábæru tónlistamanna sem koma til þess að spila.“

Nýjar hljómsveitir stigu á stokk í bland við gamalreynda. „Til dæmis voru nýkrýndir sigurvegarar músíktilrauna með tónleika auk þess sem Valgeir Guðjónsson var heiðursgesturinn okkar í ár. Það var svakaleg stemning í skemmunni þegar hann spilaði og um 2 þúsund manns að syngja með.“

Veðurguðirnir voru hátíðinni hliðhollir í ár og var milt og gott veður. „Það var blankalogn í gær fram að miðnætti þegar fór að blása,“ segir Birna og bætir við að það hafi verið betra heldur en í fyrra þegar ófært var til Ísafjarðar á fimmtudeginum og föstudeginum vegna veðurs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson