456 drepnir hingað til

Fimmta þáttaröðin af Game of thrones þáttunum hefst næstkomandi sunnudag.
Fimmta þáttaröðin af Game of thrones þáttunum hefst næstkomandi sunnudag. AFP

Sýningar á fimmtu sjónvarpsþáttaröðinni af Game of thrones hefjast í kvöld og eru margir áhugamenn um fantasíuheiminn í Westeros orðnir óþreyjufullir að sjá hetjur þáttanna koma fyrir á skjánum á nýjan leik. Þeir sem ekki hafa horft á fyrstu fjórar þáttaraðirnar eða lesið bækurnar eru hvattir til að hætta að lesa hér.

Reyndar er það þannig að enginn getur verið viss um að uppáhalds persónan hans hverfi ekki eins og hendi sé veifað, enda fáir höfundar jafn duglegir að slátra skáldsagnarpersónum, bæði stórum og smáum, góðhjörtuðum og illum, eins og George R. R. Martin, höfundur bókanna sem þættirnir eru byggðir á. 

Það sást vel í fyrstu þáttaröðinni þegar Ned Stark, ættfaðir Stark ættarinnar og ein vinsælasta persóna þáttanna, var hálshöggvinn öllum að óvörum. Ekki nóg með það heldur lést einnig konungurinn Robert Baratheon og Khal Drogo sem átti að gera fyrri valdaættinni Targaryen kleift að endurheimta völd sín. 

Í annarri þáttaröð var Renly Baratheon eina stóra persónan sem var drepin, en í þeirri þriðju átti sér meðal annars stað rauða brúðkaupið þar sem Robb Stark, móðir hans Catelyn Stark og annað fylgdarlið voru stráfelld í brúðkaupi Robbs. Fjórða þáttaröðin innihélt svo stóran bardaga við Castle Black, dauða illmennisins Joffrey, lokauppgjör Hundsins og dauða Tywin Lannister á eigin klósetti.

Vefsíða Washington post var nýlega með samantekt á öllum þeim sem hafa dáið í þáttunum, hvar, hvernig og hvaða valdaætt sá hinn sami tilheyrði. Í heild hafa 456 verið drepnir í þeim 40 þáttum sem hafa verið sýndir hingað til, en þar af 182 í síðustu þáttaröð sem var sú langblóðugasta. Þetta þýðir að rúmlega 10,5 persónur láta lífið að meðaltali í hverjum þætti, eða einn á hverjum fjórum mínútum.

Þótt flestir þeirra sem hafa verið vegnir séu minni spámenn og oft ónefndir hermenn þá er fjöldi persóna sem eru stórar eða heldur stórar í þáttunum og hafa týnt lífi 48, eða rúmlega einn í hverjum þætti. Þessi tölfræði sýnir svo ekki verður um villst að það þarf gífurlega söguuppbyggingu til að koma öllum persónunum fyrir og gera þeim góð skil, en heillandi persónur og óvissan um afdrif þeirra er eitt af því sem aðdáendur þáttanna eru spenntastir fyrir.

Eitt er víst að aðdáendur hafa sjaldan verið jafnspenntir fyrir nýrri þáttaröð. Spurningin er bara hvort aðstandendur þáttanna muni áfram geta komið á óvart, hverjir verða drepnir, hverjir halda lífi og hafa áhrif um hina eilífu baráttu um járnhásætið. Hvað gera Arya Stark og Tyron Lannister handan Mjóahafs? Mun Stark ættin rísa á ný með aðstoð Peter Baelish? Hvenær mun Daenerys Targaryen snúa til Westeros með drekana sína og hvað gerir Jon Snow við vegginn? Og að lokum, hver er í raun móðir Jon?

Samantekt Washington Post á drápum í Game of thrones

Fimmta þáttaröðin hefst á sunnudaginn. Miðað við kynnnigarefni má gera …
Fimmta þáttaröðin hefst á sunnudaginn. Miðað við kynnnigarefni má gera ráð fyrir að drekarnir verði meira í sviðsljósinu en áður.
Leikarinn Jack Gleeson í hlutverki sínu sem konungurinn Joffery Baratheon …
Leikarinn Jack Gleeson í hlutverki sínu sem konungurinn Joffery Baratheon í Game of Thrones. Hann hlaut skyndilegan dauðdaga í fjórðu þáttaröð. Ljósmynd/Úr Game of Throens
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant