Riddari á Rauðarárstíg

Riddari á Rauðarárstíg.
Riddari á Rauðarárstíg. Mynd/Bragi Þór Antóníusson

Vegfarendur á Rauðarárstíg ráku upp stór augu þegar riddari birtist þar skyndilega í dag. Var riddarinn klæddur í brynju og með hjálm og á hestbaki, en óvenjulegt er að sjá slíka fjórfætlinga á þessum stað, hvað þá þegar þeir bera brynjaða kappa á baki.

Ekki er ljóst hver var þarna nákvæmlega á ferð, en samkvæmt upplýsingum mbl.is var talið líklegt, af skósveini riddarans að dæma, að um væri að ræða einhverskonar atriði í steggjun.

Eins og myndin sýnir er þó ekki annað hægt að segja en að vel hafi verið vandað til verka, enda riddarinn í forlátri hringabrynju og með skjöld til að verja sig gegn yfirvofandi hættum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson