Taka upp kvikmyndatónlist í Hofi

Þorvaldur Bjarni, Haukur Pálmason og Atli Örvarsson ásamt upptökumönnum erlendis …
Þorvaldur Bjarni, Haukur Pálmason og Atli Örvarsson ásamt upptökumönnum erlendis frá. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Atli Örvarsson semur tónlistina í kvikmyndinni The Perfect Guy sem framleidd er af Sony. Hann ákvað að taka tónlistina upp í Hofi á Akureyri og er það Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem sér um að spila. Nú er Atli staddur fyrir Norðan ásamt upptökuteymi frá Bandaríkjunum og Bretlandi.

„Ég er upprunalega frá Akureyri en bý nú í Los Angeles. Þegar ég sá Hof í byggingu þá fékk ég þessa hugmynd að það gæti verið gaman einn góðan veðurdag að taka upp tónlist hér. Svo gerist það að Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson vinur minn gerist tónlistastjóri hjá Menningarfélagi Akureyrar. Við hittumst á Akureyri um jólin og settumst niður yfir kaffibolla. Þá kom í ljós að hann er með nákvæmlega með þessa sömu hugmynd um að gera Hof og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands að upptökusveit og nota Hof sem upptökusveit,“ segir Atli. 

Ísland sjóðheitur áfangastaður

Ekki hafi verið erfitt að fá Sony og aðra aðila myndarinnar til að koma til Íslands. 

„Það taka allir rosalega vel í hugmyndina. Ég var ekki viss um það hvernig Sony tæki í það að koma hingað og taka upp en það eru allir mjög jákvæðir. Svo virðist sem Ísland sé sjóðheitt og allir spenntir. En svo er stóra stundin á morgun og þá kemur í ljós hvernig til tekst,“ segir Atli. Upptökur hefjast á morgun og standa fram á mánudag. Alls verða teknar upp 70 mínútur af tónlist fyrir kvikmyndina sem Atli lýsir sem tvískiptri.

„Það kemur í ljós í myndinni The Perfect Guy að maðurinn í myndinni er ekki svo fullkominn eftir allt saman. Myndin byrjar eins og rómantísk mynd og svo koma miklir brestir í ljós hjá þessum manni og hún endar eins og hálfgerður spennutryllir. Tónlistin er tvískipt eðli máls samkvæmt. Í byrjun er hún rómantísk og léttari og svo verður hún á köflum eins og hryllingstónlist.“

Þaulreyndir upptökustjórar erlendis frá

Atli segir að algengast sé að kvikmyndatónlist af þessu tagi sé tekin upp í London. 

„Það fer eftir því hversu mikla fjármuni maður hefur. London er Rolls Roycinn í bransanum en annars er oftast farið til Austur-Evrópu, Prag eða Bratislava. Ég ákvað að nota þetta tækifæri til að láta reyna á þennan draum minn og þessa nýju sveit hér sem Þorvaldur er með og láta slag standa.“

„Það eru engar æfingar í svona löguðu. Það er bara lesið í gegn nokkrum sinnum og svo tekið upp. Góður undirbúningur er gríðarlega mikilvægur, það verður að passa að allar nótur séu réttar og að allt sé á réttum stað og straumlínulagað svo upptökurnar gangi vel.“

Með Atla í för eru reyndir upptökumenn. „Ég kom með með mér upptökustjóra sem ég vinn með reglulega frá London, Stephen Mclaughlin. Útsetjarinn er Julian Kershaw sem er frá london líka, ég hef unnið með þessum mönnum í mörg ár við mismunandi verkefni. Svo kom frá Bandaríkjunum David Fleming sem semur hluta af tónlistinni með mér.“

Atli Örvarsson.
Atli Örvarsson.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant