Clarkson ætlar að búa til „nýtt barn“

Jeremy Clarkson
Jeremy Clarkson AFP

Breski sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson, sem rekinn var af breska ríkisútvarpinu BBC, fyrr á árinu þar sem hann var með þáttinn Top Gear, stefnir að því að setja á laggirnar nýjan þátt sem einnig fjalli um hraðskreiðar bifreiðar og annað slíkt.

Fram kemur í frétt AFP að Clarkson hafi upplýst þetta í dag. Hann ætlaði að byrja aftur á nýjan leik með nýjan þátt. Þættir Clarksons Top Gear voru gríðarlega vinsælir og stjórnaði hann þeim í 12 ár þar til hann var rekinn fyrir að ráðast á einn af framleiðendum þáttanna. 

„Ég hef misst barnið mitt en ég ætla að búa til nýtt,“ segir hann í nýjum pistli í dagblaðinu Sunday Times. „Ég veit ekki hvert hitt foreldrið verður eða hvernig barnið mun líta út en ég get ekki lengur eytt tímanum í að skipuleggja myndaalbúmin mín.“

Þá upplýsir Clarkson að tveimur dögum áður en hann var rekinn hafi honum verið tjáð að þykkildi á tungunni í honum væri líklega krabbamein. Síðar hafi komið í ljós að svo hafi ekki verið. „Þetta var gríðarlega stressandi, allt var á niðurleið, og síðan ... gerðist þetta.. En allir eiga erfiða daga og tekst að ráða betur við þá en ég gerði.“

<br/><br/>

Clarkson segist hafa velt fyrir sér að hætta alfarið í sjónvarpi en síðan ákveðið að ekkert vit væri í því. Það eina í stöðunni væri að koma á laggirnar nýjum bílaþætti. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson