Skoðað yfir sex milljón sinnum

Skjáskot

Myndband sem kvikmyndagerðarmaðurinn Óskar Arnarson bjó til fyrir helgi og setti á vefinn YouTube hefur heldur betur vakið athygli en það hefur nú verið skoðað yfir sex milljón sinnum. Í myndbandinu er blandað saman nýjustu Star Wars-stiklunni og atriði úr kvikmyndinni In­ter­stell­ar með Matthew McConaughey í aðalhlutverki.

Mbl.is ræddi við Óskar á föstudaginn þegar myndbandið hafði verið skoðað 800 þúsund sinnum. Vinsældir þess komu honum algerlega í opna skjöldu. „Þegar ég vaknaði í morg­un og leit á sím­ann hélt ég að heim­ur­inn væri að far­ast,“ seg­ir Óskar en skila­boðum á Twitter og Face­book hafði þá rignt yfir hann allan daginn.

Aðspurður sagði hann hugmyndina að myndbandinu hafa fæðst í sturtunni eins og flestar góðar hugmyndir sem hann fengi. Eft­ir að úr henni var komið hafi hann sest niður og sett myndbandiðð sam­an á skömm­um tíma.

Frétt mbl.is: Eitt vinsælasta myndbandið á YouTube

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/PYHdQUyOunA" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler