Ný kjóladeila í uppsiglingu?

Sturgeon í kjólnum sem deilt er um.
Sturgeon í kjólnum sem deilt er um. AFP

Kjóllinn frægi sem þótti bæði gull- og blálitaður fór eins og eldur í sinu um netheima þar sem sitt þótti hverjum. Nú segja breskir fjölmiðlar svipað mál vera í uppsiglingu vegna dragtarinnar sem leiðtogi skoska þjóðernisflokksins klæddist í leiðtogakappræðunum á BBC í síðustu viku.

Á myndum úr sjónvarpssal auk mynda sem teknar voru af henni á leið í sjónvarpssalinn má nefnilega sjá hvernig dragtin er annars vegar blálituð og hins vegar grálituð. Sumum þótti dragtin meira að segja bera grænan keim á ákveðnum tímapunkti.

Áhorfendur deildu um lit dragtarinnar á Twitter en sumum þótti umræðan draga athygli frá hinni raunverulegu umræðu sem fór fram í sjónvarpssalnum þar sem þingkosningar fara fram í Bretlandi í byrjun maí.

„Litur dragtarinnar skiptir engu máli fyrir kosningarnar,“ skrifar einn notandi.

Öðrum þykir umræðan bera vitni um kvenfyrirlitningu.

„Hefði einhver nokkurn tímann farið að rífast um klæðnað karlkyns frambjóðanda?“ skrifar annar notandi.

Sjáðu myndirnar af litabreytingunni á vef Express.

Sjá frétt mbl.is: Hvernig er kjóllinn á litinn?

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant