Skilur ekki fjaðrafokið yfir aldursmuninum

Leikarinn Aaron Taylor-Johnson og leikstjórinn Sam Taylor-Johnson giftu sig árið …
Leikarinn Aaron Taylor-Johnson og leikstjórinn Sam Taylor-Johnson giftu sig árið 2012. AFP

Leikarinn Aaron Taylor-Johnson skilur ekki af hverju fólki þykir aldursmunurinn á milli hans og eiginkonu hans, leikstjóranum Sam Taylor-Johnson, eitthvað tiltökumál en Aaron er 23 árum yngri en Sam. Aaron kveðst sjálfur ekki taka eftir aldursmuninum.

Leikarinn neitar yfirleitt að svara spurningum um aldursmuninn en hann samþykkti þó að ræða hann í eitt skipti fyrri öll í viðtali sem birtist í The Times.

„Í upphafi sambandsins sá ég greinar sem rugluðu alveg í mér. Hvaða máli skiptir aldurinn? Ég tók aldrei eftir þessu þegar við urðum fyrst ástfangin. Og ég tek ekki eftir þessu núna,“ útskýrði Aaron sem er gömul sál að eigin sögn. Hann sagði jafnframt að eiginkona hans væri ung í anda.

„Ég hitti Sam og ég vissi að ég vildi vera með henni.“

Aaron, sem er 24 ára, gekk að eiga Sam, sem er 48 ára, árið 2012. Saman eiga þau tvö börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant