Heilaæxlið var tvíburi

Karanam er sæl og heilbrigð í dag.
Karanam er sæl og heilbrigð í dag. Skjáskot af YouTube

Yamini Karanam er 26 ára doktorsnemi við háskólann í Indiana sem ákvað að leita sér læknishjálpar eftir að hún fór að eiga í erfiðleikum með að hlusta á samtöl.

 Karanam segir að hún hafi hreinlega ekki skilið þau orðaskipti sem áttu sér stað þegar fleiri en ein manneskja talaði á sama tíma. Karanam fékk höfuðverki og fór að gera mistök í vinnunni auk þess sem hún átti erfitt með að lesa. Læknar sem rannsökuðu Karanam töldu sig hafa uppgötvað æxli en sérfræðingum bar þó ekki saman um hvað þeir ættu til bragðs að taka.

Í The Skull Base Institute í Los Angeles hitti Karanam hinsvegar skurðlækninn Hrayr Shahinian sem ákvað að framkvæma aðgerð. Hann uppgötvaði hinsvegar að hér var hreint ekki um æxli að ræða heldur tvíbura hennar úr móðurkviði. Í þykkildinu í heila Karanam voru bæði hár, tennur og bein. „Hann hefur verið að pína mig síðastliðin 26 árin, trúirðu því?“ sagði hún í samtali við NBC4 sem kallar fyrirbærið „illa tvíbura“ sinn. Tvíburinn hefur verið fjarlægður og er talið að Karanam muni ná sér að fullu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson