Framhaldsskólar kepptu í Lasertag

„Þetta gekk vonum framar,“ segir Heiðar Austmann, rekstrar- og markaðsstjóri Skemmtigarðsins, um lokamótið í Framhaldsskólamótinu í Lasertag sem fór fram í Vodafone-höllinni í gær.

96 keppendur mættu til leiks með átta sveitum frá jafn mörgum skólum. Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands stóð uppi sem sigurvegari og segir Heiðar að því þurfi lítið að hrófla við farandbikarnum þar sem lið FSu sigraði mótið einnig í fyrra.

„Það var gaman að fylgjast með því hvað liðin lögðu mikinn metnað í leikina. Þau voru búin að undirbúa sig og farið var vandlega yfir málin að leik loknum,“ segir Heiðar.

Aðspurður segir hann stelpur hafa verið í einhverjum minnihluta í gær en að það hafi verið töluvert um stelpur í undankeppnum mótsins sem haldnar voru um land allt í vetur.

„Þetta er ekkert strákasport heldur keppni fyrir alla. Þegar þú ert kominn með Lasertag-búnaðinn á þig þá hjóla allir í alla,“ segir hann.

Liðsmenn sigurliðsins, sem eru 12 talsins, skiptu með sér 150 þúsund króna verðlaunafénu sem kom frá Landsbankanum ásamt því að þeir fengu ársbirgðir af Pepsi og Doritos í verðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson