Íslendingar spenntastir fyrir Eurovision

María Ólafsdóttir, Eurovisionfari.
María Ólafsdóttir, Eurovisionfari. mbl.is/Golli.

Íslendingar eru þjóða spenntastir fyrir Eurovision. 99% Íslendinga fylgdust með lokakeppni Eurovision í fyrra, allavega ef marka má niðurstöður Francesca Cimino, fjölmiðlagreinanda hjá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (ECB). Þetta kemur fram í frétt austurríska blaðsins Der Standard.

Ísland er að vísu það land, sem tekur þátt í keppninni, sem er með hvað fæsta áhorfendur á keppnina, í kringum 200.000. Samkvæmt Der Standard eru það hins vegar um 69% þjóðarinnar. Til samanburðar horfðu „einungis“ 15% Breta á lokakeppnina, heilar 8,7 milljónir manna.

Keppnin vinsæl á Norðurlöndum

Íslendingar eru ekki eina Norðurlandaþjóðin sem hefur botnlausan áhuga á Eurovision, því um 70% frænda okkar í Skandínavíu fylgdust með keppninni. Eurovision vekur hins vegar hvað minnstan áhuga í Georgíu, þar sem 1% sjónvarpsáhorfenda fylgdust með keppninni. Á Ítalíu og í Úkraínu var áhorfið tæplega 10%, en meðaltalið fyrir alla Evrópu er í kringum 37%.

Keppnin í ár fer fram í Austurríki. Ísland keppir í seinni forkeppninni 21. maí, en lokakeppnin er 23. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson