BBC kaupir „Ófærð“

Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri.
Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Ómar Óskarsson

„Ófærð“, þáttaröð Baltasars Kormáks, verður fyrsta leikna íslenska dramaþáttaröðin sem sýnd verður í breska ríkisútvarpinu BBC sem hefur keypt sýningarrétt á þáttunum. Yfirmaður þáttakaupa BBC segir að söguþráðurinn, íslenskt landslagið og aðkoma Baltasars hafi gert þættina ómótstæðilega.

Þættirnir ganga undir nafninu „Trapped“ á ensku og verða sýndir á BBC 4 í Bretlandi. Sú stöð hefur meðal annars keypt þáttaraðir af Svíum og Dönum. Þetta verður hins vegar í fyrsta skipti sem íslensk þáttaröð verður sýnd á stöðinni.

Ólafur Darri Ólafsson og Bjarne Henriksen fara með aðalhlutverkin í þáttunum sem gerast í litlu íslensku bæjarfélagi að vetri til. Íbúarnir finna lík sem rekur upp í fjöru á meðan óveður geisar og þeir eru veðurtepptir í bænum. Þættirnir eru tíu talsins og kostuðu um milljarð króna í framleiðslu. Ríkisútvarpið lét framleiða þá.

„Sannarlega grípandi söguþráður, stórbrotin íslensk náttúra og virtur kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur var blanda sem var ómögulegt að standast. Ég er þess fullviss að áhorfendur BBC 4 eigi virkilega gott í vændum,“ segir Susan Deeks, yfirmaður innkaupa á þáttaröðum hjá BBC.

Frétt TBI Vision af Ófærð á BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant