Nakinn í kjarabaráttu

Fleur Pellerin
Fleur Pellerin AFP

Franski gamanleikarinn Sébastien Thiéry átti sviðið á Nuit des Molières verðlaunahátíðinni í París í gærkvöldi þegar hann kom nakinn fram í bókstaflegri merkingu og ræddi kjaramál við menningarmálaráðherra landsins, Fleur Pellerin.

Um beina útsendingu var að ræða í sjónvarpi en Thiéry lét það ekki aftra sér á sama tíma og Pellerin faldi andlit sitt á meðan leikarinn ræddi stöðu leikritaskálda sem ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum ólíkt öðrum sem starfa við leikhús í Frakklandi.

Hann spurði Pellerin hvort henni fyndist þetta réttlátt - að einni stétt sé haldið utan bótakerfisins.

„Þú getur farið í leikhús án þess að búningahönnuðir séu þar eða búningar séu til staðar ekki satt?,“ grínaðist Thiéry þar sem hann stóð nakinn á sviðinu. „En ekki án leikritahöfundarins. Þetta er mismunun,“ bætti hann við á nýju fötum keisarans.

Að svo búnu fór hann fram fyrir ræðupúltið og huldi ekkert fyrir ráðherranum né öðrum sem voru viðstaddir.

<div> <div> Pellerin reyndi í örvæntingu að líta undan en endaði með því að grípa fyrir andlit sitt.</div> </div> <br/><div id="embedded-media"><iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/ESCICkAACaI" width="853"></iframe> <div id="embedded-remove"></div> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant