Senda fimm ungmenni til Litháens

Tíu íslenskir og litháískir kvikmyndagerðarmenn á aldrinum 18 til 30 …
Tíu íslenskir og litháískir kvikmyndagerðarmenn á aldrinum 18 til 30 ára verða valdir á námskeiðið. mbl.is/Eggert

Fimm íslenskir kvikmyndagerðarmenn á aldrinum 18 til 30 ára, ásamt fimm ungum kvikmyndagerðarmönnum frá Litháen, verða valdir á námskeiðið Scanorama Shortcut sem RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, og European Film Forum Scanorama standa fyrir á næstu mánuðum.

Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF, segir að námskeiðið sé tvískipt og fer það fram á Íslandi dagana 26. til 30. maí og í Litháen dagana 19. til 25. júlí. Íslenski hluti námskeiðsins fer fram á Sauðárkróki og í Reykjavík.

„Þetta er í fyrsta sinn sem RIFF skipuleggur námskeið með þessum aðilum í Litháen,“ segir Hallfríður og bætir við að það sé jákvætt fyrir unga kvikmyndagerðarmenn frá Íslandi að fá tækifæri til þess að kynnast kvikmyndaheiminum og skapandi greinum í Litháen.

„Samtökin í Litháen höfðu samband við okkur og fannst þeim spennandi að vinna með Íslandi,“ segir hún og tók RIFF vel í hugmynd Litháanna.

Fyrirlesarar úr öllum áttum

Á undanförnum árum hefur RIFF skipulagt fjölda námskeiða fyrir breiðan aldurshóp kvikmyndagerðarmanna og er þetta samstarf Íslands og Litháens liður í því að halda uppi menntandi starfi að sögn Hallfríðar.

„Við höfum áður verið með sumarnámskeið og fellur þetta námskeið að þeim lið starfseminnar. Þetta er fyrir unga kvikmyndagerðarmenn á aldrinum 18 til 30 ára. Fimm verða valdir frá Íslandi og fimm frá Litháen,“ segir hún.

Hópurinn kemur til með að sitja fyrirlestra og námskeið hjá aðilum sem veita þeim hagnýtar upplýsingar um hvernig eigi að koma hugmynd þeirra á framfæri.

„Bæði er þetta kennsla og innblástur fyrir þessa ungu kvikmyndagerðarmenn til að efla þau í að hrinda hugmyndinni í framkvæmd og koma sér áfram,“ segir Hallfríður og bætir við að verið sé að leggja lokahönd á hvernig íslenski hluti námskeiðsins verður samsettur.

„Fyrirlesararnir koma úr öllum áttum: úr kvikmyndabransanum, frumkvöðlar, framkvæmdastjórar og listrænir stjórnendur. Ætlunin er að ungu kvikmyndagerðarmennirnir gangi margvísari og fróðari heim,“ segir hún.

Þátttakendurnir sem verða valdir eftir viðtöl þurfa aðeins að greiða hluta kostnaðarins, 200 evrur, og er flug og gisting innifalin í þátttökugjaldinu. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 1. maí næstkomandi og fara viðtölin fram eftir helgi að sögn Hallfríðar.

Hér má finna umsóknareyðublað fyrir áhugasama.

Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF.
Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF. Ljósmynd/Adelina Antal
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant