Kynnir fyrir framan milljón manns

Tanja Ýr með fríðu föruneyti í Svíþjóð.
Tanja Ýr með fríðu föruneyti í Svíþjóð. Ljósmynd/Tanja Ýr Ástþórsdóttir

Tanja Ýr Ástþórsdóttir, ungfrú Ísland árið 2014, tók stórt skref út fyrir þægindarammann að eigin sögn þegar hún samþykkti að vera kynnir fegurðarsamkeppninnar ungfrú Svíþjóð.

„Ég er mjög stressuð,“ sagði Tanja þegar mbl.is náði tali af henni en milljón manns mun fylgjast með henni á stóra sviðinu í kvöld. Í fyrra horfðu 1,3 milljónir manna á keppnina.

Tanja flaug út til Svíþjóðar á miðvikudag og hefur hún þurft að snúast í mörgu. Ekki er hún aðeins kynnir keppninnar heldur situr hún einnig í dómnefnd og er einn af styrktaraðilum keppninnar. Allar fegurðardrottningarnar verða með augnhár nýrrar augnháralínu Tönju, Tanja Lashes, á keppninni í kvöld og segist Tanja afar spennt fyrir því þar sem þetta er í fyrsta skipti sem augnhárin hennar koma opinberlega fram.

„Enskan mín er ekki fullkomin“

„Ég er að fara mjög mikið út fyrir þægindarammann. Ég er að fara að kynna fyrir framan milljón manns og enskan mín er ekki fullkomin,“ segir Tanja og hlær. Hún segir að hún hafi aldrei gert neitt þessu líkt og átti hún í raun ekki von á því að fá svona tækifæri.

Aðspurð hvernig það hafi komið til að hún kynni keppnina segist hún hafa hitt skipuleggjanda keppninnar þegar hún tók þátt í Ungfrú alheimur (e. Miss World). Hann hafði samband við hana fyrir tveimur mánuðum og ákvað hún eftir smá umhugsun að stökkva á þetta.

„Það var mjög mikið að gera hjá mér, ekki síst útaf nýju augnháralínunni en ég hugsaði með mér að þetta væri tækifæri sem ég gæti ekki hafnað,“ segir Tanja. Keppnin er haldin í Stokkhólmi og hefst hún klukkan 17:00 að íslenskum tíma. 

Hér verður hægt að fylgjast með keppninni og hér er hægt að fylgjast með Tönju.

Augnhár Tönju, Tanja Lashes, munu prýða keppendur kvöldsins.
Augnhár Tönju, Tanja Lashes, munu prýða keppendur kvöldsins. Ljósmynd/Tanja Ýr Ástþórsdóttir
Sænsku fegurðardrottningarnar.
Sænsku fegurðardrottningarnar. Ljósmynd/Tanja Ýr Ástþórsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant