Ferðaeðlið er genatengt

Sumir eru meira fyrir ferðalög en aðrir.
Sumir eru meira fyrir ferðalög en aðrir. mbl.is

Meðan sumt fólk vill helst slaka á heima hjá sér, rækta sambandið við sömu góðu vinina og byggja upp nærumhverfi sitt eru aðrir sem vilja ferðast sem víðast, reglulega kynnast nýju fólki og upplifa nýja hluti. Þetta fólk hefur verið kallað ævintýragjarnt, rótlaust eða víðförult. Samkvæmt rannsóknum er þessi þörf fyrir að upplifa hið óþekkta genatengt og hefur fylgt okkur frá örófi alda.

Upprunalega voru vísindamenn að leita að leita að tengslum milli athyglisbrests og dópamínsins DRD4. Fljótlega uppgötvuðu þeir þó aðra tengingu sem var þessi ævintýramennska. Þeir sem höfðu mikið af þessu ákveðna dópamíni voru nefnilega ævintýragjarnir og fyrir flökkulíferni.

Röktu þeir þessa hegðun alla leið til þess þegar forfeður okkar ferðuðust frá Mesópótamíu til Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku.

Öll börn búa yfir mikilli þörf til að rannsaka allt nýtt og prófa sig áfram. Þannig athuga þau hvernig fólk bregst við því sem það gerir, hvernig hlutir virka o.s.frv. Það fullorðna fólk sem varðveitir þessa hegðun og magn dópamíns fram eftir aldrei er svo það fólk sem við köllum könnuði, ævintýragjarnt og flökkugeitur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler