Chris Brown neitar sök

Chris Brown.
Chris Brown. AFP

Poppstjarnan Chris Brown neitaði því í dag að hann hafi lent í átökum í spilavíti í Las Vegas í nótt. Lögregla hefur nú stefnt söngvaranum fyrir að kýla mann á körfuboltavelli.

Það vakti heimsathygli þegar Brown kýldi þáverandi kærustu sína Rihanna árið 2009. Brown, sem nú er 25 ára gamall, hefur verið sakaður um að kýla óvopnaðan mann í miðjum körfuboltaleik á spilavítinu. 

Lögreglumenn voru kallaðir til á sjúkrahúsi snemma í morgun þar sem að meinta fórnarlamb Brown sagðist hafa verið barinn af söngvaranum. 

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar í Las Vegas hafði fórnarlambið verið að spila körfubolta í spilavítinu þegar að árásin átti sér stað. Hann og Brown fóru að rífast sem leiddi til slagsmála. 

Fjölmiðlafulltrú Brown hefur þó neitað  því að söngvarinn hafi tekið  þátt í slagsmálunum. „Chris er í Las Vegas og er með herbergi á hóteli sem er með körfuboltavöll og bauð vinum sínum að koma og spila. Óstýrilátur einstaklingur kom óboðinn og var fjarlægður af svæðinu,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn. 

„Chris lenti ekki í átökum við þennan einstakling,“ bætti hann við. 

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að rannsóknarlögreglumenn hafi farið í spilavítið til þess að ræða við Brown án árangurs. 

Árið 2009 játaði Brown að hafa ráðist á Rihanna sem særðist á andliti í kjölfarið. Hún gat ekki komið fram á Grammy verðlaununum næsta kvöld vegna áverkanna. 

Brown fékk fimm ára skilorðsbundinn dóm og var gert að vinna samfélagsþjónustu í 180 daga. Skilorðinu var aflétt í mars. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant