Var í slæmu andlegu ástandi árið 1993

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir.

Í nýjasta eintaki af tímaritinu Time Out má finna viðtal við Björk Guðmundsdóttur. Í viðtalinu segir hún frá því að hún hafi verið í slæmu andlegu ástandi á þeim tíma sem platan Debut kom út.

Debut kom út árið 1993. Björk kveðst þakklát fyrir að hafa haldið úti dagbók á þeim tíma vegna þess að dagbókarfærslurnar hjálpa henni að átta sig á ástandinu sem hún var í.

Björk greindi þó frá því að hún ætti í góðu sambandi við gömlu lögin sín. „Ég á í góðu sambandi við lögin mín. Auðvitað get ég ekki sagt að þau gætu ekki verið betri. En ég gerði mitt besta á þessum tíma,“ segði Björk meðal annars í viðtalinu.

Björk líkir svo eldri verkum sínum við morðgátu vegna þess að hún á erfitt með að átta sig á hver hún var á þessum tíma. „Í hvert skipti er þetta eins erfitt og að leysa morðgátu, bara: „hver er ég?““

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson