Errol Brown látinn

Errol Brown sést hér ásamt eiginkonu sinni, Ginette Brown, árið …
Errol Brown sést hér ásamt eiginkonu sinni, Ginette Brown, árið 2003 eftir að hafa fengið MBE-orðuna. AFP

Söngvari bresku hljómsveitarinnar Hot Chocolate, Errol Brown, er látinn 71 árs að aldri. Umboðsmaður Brown greindi frá þessu í dag. 

Brown lést á heimili sínu á Bahama-eyjum, en hann glímdi við krabbamein í lifur. 

Hot Chocolate naut töluverðra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum og náði lögum á vinsældarlista í um 50 löndum. Þar á meðal stórsmellurinn „You Sexy Thing“, sem Brown tók þátt í að semja. „It Started with a Kiss“ og „Every 1's a Winner“ eru á meðal annarra laga hljómsveitarinnar sem slógu í gegn. 

Árið 2003 hlaut Brown MBE-orðu frá Elísabetu Bretadrottningu og ári seinna hlaut hann Ivor Novello-verðlaun fyrir framlag sitt il breskrar tónlistar. 

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/JIN36NweL6I" width="420"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson